06.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (2354)

80. mál, skólabækur

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Eg skal láta mér nægja að vísa til þess sem sagt var við fyrri umr. málsins, og þess sem í nefndarálitinu stendur. Skal að eins leyfa mér að lesa upp rökstudda dagskrá, er hljóðar svo:

»Deildin treystir því, að stjórnin kosti kapps um, að hið bráðasta verði samdar og gefnar út hentugar kenslubækur á vandaðri íslenzku handa öllum undirbúningsskólum í landinu, þar sem þær vantar, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá«.

Óska eg eftir að þessi rökstudda dagskrá verði borin upp í stað tillögunnar.