17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1926 í B-deild Alþingistíðinda. (2373)

122. mál, manntal

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Mér hefir þótt nauðsyn á að koma fram með þessa tillögu, sem fer fram á það, að manntöl hér á landi verði eftirleiðis gerð að ráðstöfun landsstjórnarinnar hér. Það er nú flutt hingað heim frá Kaupmannahöfn alt annað, sem að hagfræði vorri lýtur, og sýnist það þá ekki vera annað en þarfleysa ein að vera að láta Dani kasta tölu á sjálfa okkur, ekki fleiri en við erum. Það virðist svo sem við ættum að geta komist yfir það sjálfir, úr því við önnumst að öðru leyti alla hagfræði vora.

Kostnað getur þetta að vísu haft nokkurn í för með sér, en eg vonast til þess að menn horfi ekki í það, þegar þess er gætt, að hér er verið að draga til sín einn þátt sjálfstæðis vors, þótt ekki sé hann gildur.