16.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1948 í B-deild Alþingistíðinda. (2399)

128. mál, bréfhirðing á Dynjanda

Jón Þorkelsson:

Eg skal ekkert hafa á móti þessari þingsályktunartillögu og eg sé ekkert á móti atferli því um þetta mál, er flutnm. hefir haft. Það hefir fyrrum verið alvani hér í þinginu að koma upp póstafgreiðslum og póstgöngum með þingsályktunaráskorunum til landsstjórnarinnar Eg minnist þess meðal annars, að eg fékk samþykta á þinginu 1893 þingsályktunartillögu um póstferðir kringum Snæfellsjökul. En í þessu sambandi vil eg benda á, að inn í tillögu þá, sem hér liggur fyrir, hefir slæðst málvilla: »að Dynjanda«, á að vera, »að Dynjandi«, því að orðið er kvenkyns.