22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1957 í B-deild Alþingistíðinda. (2408)

130. mál, samgöngumál

Ráðherrann (H. H.):

Ráðherra Íslands hefir engin umráð yfir því fé, sem ríkisþingið veitir úr ríkissjóði nema eftir samþykki og samkomulagi við danska innanríkisráðgjafann, sem hefir póstmál Dana með höndum, því féð er veitt meðal póstgjalda; enda teljum vér Íslendingar fé þetta als ekki veitt Íslandi sem styrk, heldur skoðum vér það aðallega veitt til að efla samgöngur Dana við Ísland, og styrkja danskar siglingar, eins og sjá má á svari íslenzku sambandslaganefndarmanna upp á yfirlit yfir skuldaviðskifti landanna, sem lagt var fram af Dana hálfu í nefndinni.