01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (2432)

137. mál, afnám eftirlauna

Ráðherrann (H. H.):

Í 4. grein stjórnarskrárinnar stendur, að »eftirlaun embættismanna skuli ákveðin samkvæmt eftirlaunalögunum«. Flutningsmönnum þessa frumv. hefir gleymst það, að til þess að eftirlaun verði afnumin, þarf stjórnarskrárbreyting. Þeir hefðu þá átt að láta frumv. sitt koma þar, sem breyting á stjórnarskránni. Það er því réttast, að máli þessu sé vísað frá, eða það sé tekið út af dagskrá til þess að leiðrétta formgallana; að minsta kosti er fráleitt að skipa sérstaka nefnd í þetta mál; heldur væri þá að vísa því til nefndar þeirrar, sem fjallar um breytingar á stjórnarskránni.