23.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (2457)

140. mál, kjördæmaskipting

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Það mun ekki þurfa langt mál að tala fyrir þessari tillögu. Menn munu vera sammála um það, að nauðsyn beri til að athuga kjördæmaskiftingu hér á landi, sem fyrst. Á síðasta þingi lá fyrir frumv. frá stjórninni um breytingar á kjördæmaskipun. Það frumv. stefndi að því að stækka kjördæmin, en mætti mótspyrnu og var felt. — Eins og stendur er skipun kjördæma mjög óréttlát, t. d. má benda á, að í Reykjavík koma um 900 kjósendur á hvern þingmann, en í Austur-Skaftafellssýslu eru 136 kjósendur um einn þingmann.

Þetta þarf að lagfæra, og verður það hlutverk nefndar þeirrar, sem væntanlega verður skipuð, að gera tillögur til þessa.