15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (2476)

Umræður um kjörbréfin

Kristinn Daníelsson. Það var ekki tilgangur minn að vekja sundrung með tillögu minni. En eg verð sem áður að halda því fram, að mér finst réttast, að nefnd yrði skipuð í málið og úrskurði kosningarinnar frestað. Eg hefi enga tilhneiging til að gera þessa kosningu ógilda, heldur öllu fremur til að taka hana gilda, því eg sé ekki annan veg til þess, að kjördæmið fái þingmann.