16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (2498)

Umræður um kjörbréfin

Sigurður Stefánsson:

Mig vantar einnig svar upp á fyrirspurn ráðh. um það, hvort þinginu hefði borizt ósk frá Birni Þorlákssyni um það, að hans kosning yrði tekin gild, ef kosning dr. Valtýs yrði ónýtt. Ef Björn Þorláksson hefir ekki látið þessa ósk í ljósi, þá er nóg ástæða til fyrir þingið, að hreyfa ekki því máli. Þingið getur vafalaust skorið úr um gildi kosningar dr. Valtýs Guðmundssonar, en hitt er miklu meira vafamál, hvort það hefir nokkra heimild að lögum til að úrskurða nokkuð um það, hvort síra Björn Þorláksson sé rétt kosinn þingmaður, ef kosning dr. Valtýs verður ónýtt.