16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (2503)

Umræður um kjörbréfin

Steingrímur Jónsson:

Eg verð að líta svo á, að þingið geti ekki samkvæmt kosningarlögunum eða eftir ákvæðum þingskapanna úrskurðað Björn Þorláksson sem rétt kjörinn þingmann. Kjörstjórnin á Seyðisfirði getur ein skorið úr því, hver sé rétt kosinn, en þingið hefir að eins vald til að úrskurða, hvort ályktun kjörstjórnarinnar sé rétt, ?: vald til að fella úrskurðinn úr gildi. Hitt er að gefa alþingi vald til, ásamt með löggjafarvaldinu, að kjósa sína meðlimi. En það væri hættulegur vegur fyrir þingið, því enginn dómstóll er til, sem tekið gæti í taumana, að minsta kosti ekki nógu fijótt. En annars verð eg að láta í ljósi gleði mina yfir samþykt þingsins áðan, þótt eg greiddi atkvæði á móti meirihlutanum, því ef þessi úrskurður er réttur, verð eg að líta svo á, og er það bygt á nokkurri reynslu, þar sem eg var kjörstjóri í 2 kjördæmum, að þá sé meginið af kosningunum til þessa þings ógildar, þótt þeim auðvitað verði ekki hnekt.