16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (2511)

Umræður um kjörbréfin

Forseti:

Eg lít svo á, að hér sé að vísa máli til nefndar, sem er á dagskrá. Starf nefndarinnar er að íhuga hvað gera skuli nú, þegar kosn. V. G. hefir verið ónýtt, og koma fram með till. um málið.

Þá kom fram tillaga frá kjörbréfanefndinni þannig hljóðandi:

Nefndin leggur til að máli þessu um kosninguna á Seyðisfirði verði vísað aftur til kjörbréfanefndarinnar til þess að segja álit sitt um og gjöra tillögu um, hvað þingið nú skuli gjöra í tilefni af nefndri kosningu.