09.03.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (2524)

Umræður um kosninguna í Seyðisfjarðarkaupstað 9, mars.

Forseti:

Í gær var það tilkynt að kosning hefði fram farið í Seyðisfjarðarkjördæmi. Samkvæmt 3. gr. þingskapanna finst mér rétt, að vísa málinu til hinnar fyrri kjörbréfanefndar, er hafði kjörbréf þessa kjördæmis áður til meðferðar. Enn fremur hafa mér borist 2 símskeyti og vil eg leyfa mér að biðja skrifara að lesa þau upp. Leyfi mér að afhenda formanni nefndarinnar, háttv. þm. Borgf., málið og vonast til að nefndin athugi það samstundis.