19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (2542)

Lausnarbeiðni varaforseta efri deildar

Lárus H. Bjarnason:

Það getur ekki leikið neinn vafi á því, að samkv. 53. gr. þingskapanna þarf þar um getið leyfi til lausnarbeiðnarinnar.

Annars stóð eg upp til að beina þeirri spurnjng til hæstv. ráðherra, hvort 31. gr. stjórnarskrárinnar, um að þingmenn séu »eingöngu bundnir við sannfæringu sína«, ætti ekki við kgk. þm. jafnt og þjóðkjörna? Sé svo ekki, hefði hæstv. ráðherra átt að taka einhvern annan en mig. Honum er kunnugt um, að því fór fjarri, að eg sæktist eftir því kjöri.

Verði þessi lausnarbeiðni veitt, verður afieiðingin sú, að verði einhver meirihl.-maður veikur, fái kvef eða þessl., þá verðum vér minnihl.-menn beðnir að sleppa einu sæti við meirihlutann um stund eða til fulls, og ættum þá að láta það eftir honum eins og þetta.