18.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Kristinn Daníelsson:

Þetta er mjög mikilvægt mál, og leyfi eg mér því að stinga upp á nefnd í það. Að vísu mætti koma málinu fram án nefndar, en þó kunna að vera atriði, sem þyrfti að athuga. Eg veit það sjálfur, hve mikið er gert að því að rífa lyng og mosa, og eg veit hversu mjög það spillir landinu. En á hinn bóginn er það erfitt að gera lagaákvæði, sem gagn er að, þar sem það mun verða svo miklum erfiðleikum bundið, að framfylgja lögunum. Sumstaðar, einkum þar sem lítill er eldiviður, legst fólk á landið og rífur mosa og lyng, t. d. á Reykjanesskaga, þar sem landið er hrjóstrugt. Landið reynir að klæða sig, en fólkið rífur það aftur og nekir landið.