18.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1085 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

Ferðakostnaðarreikningar

Lárus H. Bjarnason:

Eins og háttv. forseti benti á, þarf leyfi hæstv. ráðherra til þeirra afbrigða frá þingsköpunum, sem útheimtist til þess að þetta atriði sé tekið fyrir. Slíkt samþykki hefir ekki verið beðið um, og því er ólöglegt að taka nokkra ályktun.

Annars er þetta atriði tæplega nefndarmál. Forsetarnir eiga að útkljá það. Og það er enginn minsti vafi á því, að dr. Valtýr á löglega kröfu á því, að fá för sína til þings og frá þingi borgaða. Hann er kvaddur til þings af konungi sem löglega kjörinn, og gæti því, þó að þingið neitaði að greiða féð, vafalaust náð rétti sínum með hjálp dómstólanna. Tillaga mín er því sú, að forsetar þingsins taki málið til úrskurðar án nokkurrar ályktunar þingsins.