18.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (2607)

Ferðakostnaðarreikningar

Jón Ólafsson:

Það er sagt, að reikningur dr. Valtýs sé alt of hár. En eg vil að eins benda á það, að það munar að eins 8 dögum á því, hvort hann fór með Ceres eða Sterling, og þó miklu minna, ef Ceres hefði haldið áætlun. Þetta fanst mér alt of lítið til þess að gera veður út úr. En ef forsetarnir vilja ekki úrskurða um málið, finst mér réttast að vísa málinu til nefndar, og legg því til, að kosin sé 3 manna nefnd til þess að úrskurða málið.