06.05.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1091 í B-deild Alþingistíðinda. (2612)

Kosningar

Lárus H. Bjarnason:

Eg get ekki kannast við, að Magnús Blöndahl sé rétt kosinn, en beygi mig þó undir úrskurð hæstv. forseta. En þess vildi eg að getið yrði í gjörðabókinni, að 5—6 seðlar af atkvæðum þeim, sem féllu á Magnús Blöndahl, tilgreindu ekki rétt nafn hans, sleptu A-inu, og auk þess 2—3 stöðu hans. Fyrrum hefir það samþykt verið hér á þingi, að seðill sé ógildur, nema getið sé rétts nafns og stöðu.