08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í B-deild Alþingistíðinda. (2626)

Fundalok í Nd.

Að lokinni dagskrá á 65. fundi Nd., laugardaginn 8. maí kl. 2 síðdegis, fór forseti deildarinnar, Hannes Þorsteinsson, nokkrum orðum um störf deildarinnar á þessu þingi, og þakkaði embættismönnum deildarinnar (varaforsetum og skrifurum), fyrverandi og núverandi ráðherra og öllum þingdeildarmönnum lipra og góða samvinnu. Elzti þm. deildarinnar á þingmannabekk, Sigurður Gunnarsson, þm. Snæf., færði forseta þökk af hálfu deildarinnar fyrir góða stjórn og samvinnu. Var því næst fundi slitið.