02.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í B-deild Alþingistíðinda. (2636)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Steingrímur Jónsson:

Út af orðum háttv. þm. Ísf. vil eg geta þess, að hann hermdi ekki alveg rétt orð mín. Hann sagði, að eg hefði sagt, að það gengi of nærri eignarréttinum, en eg sagði líka, að það gengi óþarflega nærri eignarréttinum. Þar sem má sýna fram á að skógur getur vaxið, ef ekki er rifið, þá gengur það ekki of nærri eignarréttinum að banna rif. Orð mín geta stuðst við fullkomin rök. Ef lögin eru samþykt eins og þau liggja fyrir, þá eru þau miklu nær því að vera pappírsgagn, eins og samþ. lögin frá 1894. Eg sé ekki að orðið »einkum« spilli þó að það standi, en heldur ekki hitt að það bæti.