18.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (2661)

61. mál, löggilding Hjallaness

Steingrímur Jónsson:

Eg leyfi mér að stinga upp á að þessum 3 málum um löggilding verzlunarstaða, sem eru á dagskránni, verði vísað til nefndarinnar, sem deildin hefir áður kosið í samskonar mál. Mér finst heppilegast að öll slík mál, sem koma fyrir í deildinni, verði tekin fyrir í sameiningu. — Eg skal um leið geta þess, að það vantar í sum af þessum frumvörpum ákvæði sem á að vera í þeim öllum, nefnil. að lögin öðlist þá fyrst gildi er stjórnarráðið hefir ákveðið takmörk verzlunarlóðarinnar.