11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1497 í B-deild Alþingistíðinda. (2687)

96. mál, þjóðmenjasafn Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil taka það fram, að ekkert er hægt að byggja á, að stjórnin hefir ekki borið þetta mál fram og sett það á fjárlagafrumv. Það var ekki hægt þá. Safnið er nýlega flutt inn í það nýja húsrúm og fyr var ekki hægt að sjá, hve mikinn aukinn kostnað það hefði í för með sér. Eg get heldur ekki fallist á að plássið sé óhentugt, að minsta kosti er það mjög fagurt. Álít, að það fé, sem hér er farið fram á, sé svo lítið í samanburði við gagn það, sem af því leiðir, að sanngjarnt sé að lofa tillögunni fram að ganga.