24.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

15. mál, námulög

Framsögumaður (Steingrímur Jónsson):

Sú breyt.till., sem nefndin hefir leyft sér að koma með við þessa umr., er að eins gerð í þeim tilgangi, að skýra 13. gr. frv. Nefndinni var bent á þetta við 2. umr., og ef sá skilningur er réttur, þá er sjálfsagt að breyta. Nú hefir nefndin fallist á það. Nefndin vonar, að orðalag og mál á frv. sé nú orðið svo gott, að háttv. deild geti samþykt það.