23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

16. mál, aðflutningsbann

Steingrímur Jónsson:

Eg skildi ræðu háttv. 5. kgk. svo, að hann stingi upp á 5 manna nefnd í málinu og að umræðunni verði frestað. Eg taldi óhæfu við 1. umræðu málsins, að ekki var sett nefnd í það þá, einkanlega þar sem það var mjög svo laklega undirbúið frá Nd. Sönnun fyrir því er það, að þegar eru fram komnar 11 breytingartillögur, auk þess sem háttv. 5. kgk. kemur fram með 25 breytingartillögur, sem að vísu sumar eru hinar sömu.. Eg leyfi mér því að styðja fastlega tillögu háttv. 5. kgk. um nefnd, og að umræðum um málið sé frestað, þar til sú nefnd hefir lokið starfi sínu. Sé eg ekki að það þyrfti að verða málinu neitt til fyrirstöðu. Væri sett nefnd í málið nú, býst eg við að hún gæti verið búin að ljúka störfum sínum á mánudag; og væri svo, sé eg ekki annað en nægur tími vinnist til að málið geti fengið úrslit á þessu þingi. því styð eg það eindregið, að nefnd verði skipuð í málið, til þess það geti orðið nokkum veginn undirbúið, og það þó eg sé í heild sinni á móti málinu. Eins og eg áður hefi sagt, álít eg tæplega vansalaust, að málið gangi nefndarlaust gegn um deildina; þetta er slíkt stórmál, að það er alveg óhæfilegt. En sjálfur skal eg játa, að eg er á móti málinu jafnvel þó breytingartillögur hafi komið margar fram í því, og sumar til mikilla bóta. Að svo komnu máli mun eg ekki skýrar taka fram ástæður mínar, fyr en nefnd hefir um það fjallað, og allar breytingartillögur hafa fram komið og mér gefist kostur á að athuga þær. Annars skal eg játa, að eg hefi enn ekki fyllilega áttað mig á málinu með öllum þeim mörgu breytingartillögum, sem fram hafa komið í því. Því fyrst og fremst komu í Nd. allmargar breytingartillögur, og svo nú í Ed. ekki færri en 36,. í alt þá víst 60—70. — Þegar svo stendur á, er óhjákvæmilegt að skipa nefnd í málið, enda erfitt fyrir deildarmenn að átta sig til fulls á því að öðrum kosti.