18.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

18. mál, borgaralegt hjónaband

Kristinn Daníelsson:

Eg álít ekki meinlaust að setja alveg óþörf ákvæði inn í lög. Deildirnar eiga að vanda sig á frágangi allra laga. — Eg er ekki samdóma háttv. 5. kgk. þm. um það, að við mundum tapa málinu, því að eg býst við að meiri hluti þings verði með breytingartillögunni.