28.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

19. mál, lífsábyrgð sjómanna

Framsögumaður (Sig. Stefánsson):

Eins og eg gat um við 2. umr. hefir nefndin leyft sér að koma fram með 2. dálitlar br.till. við 2. gr.

1. br.till. er gerð til þess að það sé glögt tekið fram, hver skuli taka móti gjaldinu, það þótti réttara, að enginn vafi gæti leikið á því atriði.

Hin breyt.till. er aðeins gerð til þess, að gera 2. gr. enn þá skýrari, nefnilega að þar standi tvímælalaust, að skráningarstjóri skuli senda skrána. Nefndin álítur frumv. gott, og býst eg ekki við að eg þurfi að segja fleira en sagt var við 2. umr. því til stuðnings. Eg vona fyrir hönd nefndarinnar að háttv. deild sýni frumv. sömu velvild og áður og samþykki það.