21.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

20. mál, fræðsla barna

Kristinn Daníelsson:

Eg hefi umboð samflutningsmanns míns á þskj. 466, til að taka breyt.till. þessa aftur, með tilliti til þess, sem framsögumaður hefir tekið fram. Hann hefir skýrt tekið það fram, að meiningin sé, að ekki geti komið til mála, að taka af hreppsnefndunum valdið til umsjónar með skólunum. En eftir því sem fram hefir verið tekið má jafna þetta svo, að allir megi vel við una. — Þó er eitt atriði, sem eg er ekki alls kostar ánægður með. Það er það, sem nefndin tekur fram í síðari greininni: »ef skólanefnd þykir«. Okkur lízt heppilegast að skólanefnd fái að segja álit sitt í tíma um húsið meðan verið er að byggja það. Við álítum öðru vísi orðaða breytingu heppilega.

Fleira hefi eg ekki við þetta að athuga.

Úr því eg stóð upp, þá vil eg minnast á breyttill. 1. kgk. (529). Hún er alveg í samræmi við núgildandi lög. Eg álít þá skóla, sem hreppsnefndir hafa ekki stofnað, að sjálfsögðu eiga að liggja undir umsjón stjórnarráðsins, og álít eg þessa breytingu sjálfsagða og eðlilega.