23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í B-deild Alþingistíðinda. (376)

22. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Ágúst Flygenring:

Frumv. þetta gengur út á það, að lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði er snerta fiskiveiðar á opnum skipum og viðaukalög við þessi lög frá 10. nóv. 1905, nái einnig til þiljaðra mótorbáta í Vestmannaeyjum, sem ekki eru stærri en nemi 15 smálestum.

Tilgangurinn er að eins sá, að koma á samræmi milli þeirra smábáta, er þilfar hefir verið sett í, og annara báta af sömu stærð.

Frumv. nær að eins til Vestmannaeyja; og eftir því sem háttv. þm. Vestmanneyinga hefir sagt mér, eru allir útvegsmenn í Eyjunum málinu fylgjandi. — Eg hefi ekki fleira að segja um frv., en mæli með því, að háttv. deild samþykki það.