14.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Lárus H. Bjarnason:

Ef ekki er hægt að finna eitt orð yfir þá menn, sem átt er við í 12. gr., þá má alt af hafa 2 orð, t. d. verzlunarstjórnandi eða verzlunareigandi. Og það má komast hjá þeim annmarka, sem háttv. 2. kgk. þm. gat um, með því að gefa verzlunarnemanda heimild til að segja samningnum upp, ef verzlunarstjórnandi deyr. En að samningurinn skuli vera ógildur í því tilfelli, finst mér ekki rétt.

Eg er á sama máli og háttv. 2. kgk. þm. um það, að 11. gr. má vel missa sig.