17.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Framsögumaður (Ágúst Flygenring):

Nefndin hefir komið með nokkrar breytingartillögur við þetta frv. Það eru mest smábreytingar samkvæmt bendingum háttv. 5. kgk. þm. við 2. umræðu málsins.

breytingin er við 7. gr., að í stað orðanna »að jafnaði«, komi »nema brýna nauðsyn beri til«. Nefndin álítur þessa breyting til bóta og vonar að hún verði samþykt.

breytingin lýtur að því, að lengja sumarfríið. Það eru 7 dagar eftir frumv., en hefir verið stungið upp á að hafa það 14 daga. Nefndin hefir nú farið bil beggja, og leggur til að fríið verði 10 dagar.

síðast er viðbótarákvæði um viðurlög, sektir, og um það, hvernig fara skuli með mál út af brotum á lögunum. Þessum ákvæðum er bætt við eftir bendingum lögfróðra manna, og eg vona að hv. deild geti fallist á, að sektirnar séu nærri sanni.