23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (438)

30. mál, girðingar

Framsögumaður (Jósef Björnsson):

Nefndin hefir leyft sér að koma með 2 breytingarttillögur á þskj. 553. Það eru aðeins orðabreytingar og stefna í þá átt, sem háttv. 2. kgk. þm. benti til við 2. umræðu málsins. Fyrri breytingin er innifalin í því, að skjóta setningunni: »sem lán er veitt til úr landsjóði«, inn í 2. gr. 3. línu, á eftir orðinu: »Girðing«. Þetta miðar til þess, að það taki sig skýrt út, að allur fyrri hluti greinarinnar eigi við þær girðingar einar, sem lán er veitt til úr landsjóði.

Síðari breytingin er sú, að bæta við orðunum: »á fundi mæta og«, á eftir orðinu: »er« í 3. línu 11. gr. Þessi breyting miðar til þess, að samþykt geti komist á, án þess að sú stranga krafa sé gerð, að 2/3 allra þeirra, sem atkvæðisrétt hafa um málið, mæti á fundi og greiði atkvæði með samþyktinni. Ef svo ströng krafa væri gerð til atkv. fjöldans, gæti það vel orðið til þess, að illmögulegt væri að koma slíkum samþyktum á, og næðu lögin þannig ekki tilgangi sínum.

Eg vil því mæla með þessum breytingartillögum báðum, og vona að háttv. deild fallist á þær.