03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (472)

36. mál, sala á Kjarna

Ráðherra (H. H.):

Út af ummælum háttv. þm. Akureyrar, þar sem hann segir, að það séu að eins 2 menn í Hrafnagilshreppi, sem skorað hafi á stjórnina, að annast um að Kjarni væri ekki seldur Akureyrarbæ, vil eg leyfa mér að lesa upp símskeyti frá Akureyri, sem eg hefi fengið hér á fundinum, og er svo hljóðandi:

»Almennur hreppsfundur Hrafnagilshrepps skorar með samhljóða atkvæðum á alþingi, að selja ekki þjóðjörðina Kjarna Akureyrarbæ eða utanhreppsbúum, en geri þingið jörðina fala, krefst fundurinn að hreppurinn sitji fyrir kaupunum.

Pétur Ólafsson,

oddviti.

Til

alþingis«.

Eg vona því, að háttv. þm. Akureyrar vefengi ekki, að það sé rétt, sem eg hefi sagt um óskir hreppsbúa og sveitarstjórnarinnar.