31.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í B-deild Alþingistíðinda. (497)

36. mál, sala á Kjarna

Lárus H. Bjarnason:

Eg stend upp af því að hæstv. forseti fann ekki ástæðu til að taka fram í fyrir þingmanni þeim, er síðast talaði, en hann hefir líklega litið svo á, sem hér ætti við hið fornkveðna, — að ómerk séu ómagaorð. Háttv. þm. hefir lítið vit á lækningum, en ekkert vit á lögum, eins og allir vita. Og það situr síst á honum að tala um kinnroða. Það hafa víst allir heyrt getið um lækni fyrir norðan, sem neitaði að vitja konu í barnsnauð. Sá þokkapiltur ætti að bera rjóða kinn.