31.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

36. mál, sala á Kjarna

Framsögumaður (Sig. Hjörleifsson):

Það má lengi halda áfram að segja »klipt var það, skorið var það«, en eg sé ekki ástæðu til að bæta neinu við það, sem eg hefi þegar sagt, þar sem engin ný rök hafa komið frá mótstöðumönnum okkar, enda virðist það ekki vera til neins að koma með skynsamlegar ástæður, þar sem nú er svo langt komið, að háttv. 5. kgk. í stað þess að færa fram rök, eyðir tímanum í að fara með róg og slettur. Málarekstur hans hefir varla verið honum til svo mikillar frægðar hingað til, að það sitji á honum að sletta fram óhróðri um aðra, og líkt mætti ef til vill segja um margt annað hans athæfi.