23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

36. mál, sala á Kjarna

Lárus H. Bjarnason:

Eg lagði það til við fyrri meðferð þessa máls hér í deildinni, að frumv. yrði felt, en stakk upp á því til vara, að jörðin yrði lögð undir lögsagnarumdæmi Akureyrar, meðal annars til þess, að Hrafnagilshreppur ekki yrði fyrir skaða af því, að þeir er þar kynnu að fæðast og verða ósjálfbjarga, eignuðust þar fæðingarhrepp. Háttv. þm. Ak. amaðist við þessum viðauka, sagði að Nd. myndi setja þetta ákvæði inn í frumv., en hún hefir nú, eins og eg gat til, ekki gert það. Nú er auðséð, að jörðin verður seld, og þá er eg því meðmæltur, að hún verði seld fyrir 12000 kr., og vona, að svo verði um alla, sem Akureyri stendur ekki nær en landsjóður.