25.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (532)

38. mál, skipun læknishéraða

Gunnar Ólafsson:

Að vísu vantar mig kunnugleika til að dæma um hversu mikil nauðsyn er á að stofna þetta læknishérað. En þar sem læknaskipunarlögin eru að eins ársgömul, þá virðist það nokkuð mikið, að fara nú strax fram á að stofna nýtt læknishérað. Auðvitað getur verið þörf fyrir það, en mér finst að héraðsbúar verði að sætta sig við það sem er, nú fyrst í stað. Það er rétt hjá 5. kgk. þm, að gjöld landsjóðs eru mikil, og ætti því að fara varlega í það að stofna ný embætti, en eg vildi beina þeirri spurningu til háttv. deildar, hvort ekki væri réttara að stofna aukalæknishérað; það er bæði eftirlaunalaust og minni laun.