25.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

38. mál, skipun læknishéraða

Kristinn Daníelsson:

Háttv. 5. kgk. þm. nefndi þá heiðina einmitt, sem greiðust er yfirferðar í sýslunni. En hann nefndi ekki Klofningsheiði, sem yfir verður að fara til Súgandafjarðar. Læknisdæmið nær frá Langanesi í Arnarfirði norður í Súgandafjörð. Það er ekki minna en 2 daga ferð, þegar vel gengur, á vetrardag og ógreitt og tafsamt á sumrum. — Þetta má auðvitað kalla hreppapólitík; það má alt af gera. En þetta er engin hreppapólitík. Hér er að tala um einn lið í heilli keðju, og þessum mönnum er ekki gert rétt, nema þessi liður sé skeyttur í keðjuna.