04.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (551)

40. mál, slökkvilið í Hafnarfirði

Jens Pálsson:

Nauðsyn þessa máls, sem kemur hér fyrir háttv. deild í frumvarpsformi, fyrir Hafnarfjörð er svo augljós, að eg tel það með öllu óþarft að leiða rök að því, það er að segja að efni til. Að því er til formsins kemur, er þetta frumv. sniðið eftir samskonar lögum um slökkvilið á Seyðisfirði, svo frá því eru engin veruleg afbrigði gerð. Aðeins er á einstöku stöðum viðhaft eðlilegra og liðlegra orðalag. Eg hygg að ekkert verulegt sé að athuga við þetta frumv., og að óhætt sé að láta það ganga greiðustu leið án þess áð setja nefnd í það. Með þessum litla formála leyfi eg mér að fela það velvilja háttv. deildar og óska að það megi ganga gegnum deildina.