18.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (558)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögum. (Eiríkur Briem):

Nefndin hefir skoðað frumv., og eins og tekið er fram í nefndarálitinu á þgskj. 222, er það alveg eins og lögin um 2. flokk bankavaxtabréfanna, þó með þeim breytingum, sem af því leiða, að hér er um 3. flokk að ræða í stað 2. flokks. Í 11. gr. er og ákveðið, að greiða megi alt að 2000 kr. fyrir reikningshald, bókfærslu o. fl. Sú upphæð var 2500 kr. eftir eldri lögunum. Ennfremur er seinustu tveim greinum í nefndum lögum slept; önnur um hækkun á launum gæzlustjóranna, hin um hvenær lögin komi í gildi. Að öðru leyti er frumv. alveg samhljóða þeim lögum, og eg hefi ekki annað um það að segja, en að biðja háttv. deild að fara sem bezt með það.