17.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

44. mál, skipun læknishéraða

Forseti:

Eg leit svo á í fyrstu, sem flutningsm. ætlaði að taka aftur frv. á þgskj. 177, og í þess stað ætti hið nýja frv. á þgskj. 461 að koma, er þá á venjulegan hátt yrði að ganga gegn um 3 umræður, en nú sé eg, að meining hans er að frv. á þgskj. 461 geti skoðast sem sama frv. og það, er. stendur á þgskj. 177, en það getur það ekki, því að það er alveg nýtt frv., en eg vildi benda á, að enn má bjarga málinu með því að samþykkja frv. á þgskj. 177, og gera svo við það breytingar við 3. umræðu, svo að það verði samhljóða frumvarpi því, er stendur á þgskj. 461.