06.05.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (599)

46. mál, verslunarbækur

Ágúst Flygenring:

Eg vildi með nokkrum orðum andmæla br.till. (688), enda þótt háttv. 2. þm. S.-M. hafi þar að mestu tekið af mér ómakið; hann hefir sýnt með rökum, á hverju mótbárumar eru bygðar.

En þar sem háttv. 1. þm. G.-K gat þess, að þetta fyrirkomulag, er háttv. Ed. hefir haldið fram, muni verða til þess að vekja vantraust útlendinga á oss, ef t.d. erlend verzlunarhús færu að leita sér upplýsinga um þrotabú o. s. frv. og sæu þá bókfærzluna, þá myndi þeim ekki lítast á blikuna. Út af þessu vil eg geta þess, að þá er að eins um þessa einu bók að ræða, en ekki status- bók. Eftir reynslu manna munu blöð árituð gegnum kalkerpappír geta enzt 10—12 ár, og það var rétt hjá hinum háttv. 2. þm. S.-M., að skriftin er alveg eins glögg og vanaleg skrift. Það var meining hinnar háttv. Ed. að tryggja viðskifti kaupanda og seljanda með því að gefa afrit af viðskiftunum í hvert sinn til þess þar með að girða fyrir misklíðir, þrætur og málaferli milli kaupmanna og viðskiftamanna. En eg man ekki til þess að nokkum tíma hafi heyrzt, að frumbækur hafi verið falsaðar eða yfir þeim kært, en brt. miðar að því, að koma í veg fyrir fölsun. En með því að engin reynsla er fyrir því, að þörf sé á brt., álít eg ekki rétt, að samþykkja hana, heldur frumv. óbreytt. Ákvæði 2. gr. um samritin venja menn á reglusemi. Þótt löggilding eigi sér stað í Danmörku, erum vér ekki bundnir. Í Bretlandi tíðkast hún ekki, svo sem hinn háttv. 2. þm. S.-M. tók fram. Eg skal líka geta þess, að nefndin í Ed. hefir gert sínar breytingar eftir hinum beztu upplýsingum og yfirleitt reynt að koma frumv. í það horf, sem tíðkast í umheiminum.