31.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (603)

47. mál, löggilding verslunarstaða

Framsögum. (Gunnar Ólafsson):

Svo sem nefndarálitið ber með sér, hefir nefndin orðið sammála um, að ráða háttv. deild til að samþykkja þær löggildingar, sem hér er farið fram á. Nefndin lítur svo á, að það sé ekki rétt að neita að löggilda þá staði, sem beðið er um, því að hún álítur að tíminn og reynslan skeri bezt úr því, hvort staðurinn sé heppilegur til verzlunar eða ekki. Þetta er til þess, að greiða fyrir samgöngum í landinu, sem lengi hafa verið svo erfiðar, að þær hafa orðið öllum framförum til fyrirstöðu.

Nefndin hefir gert þá breytingu, að slá þeim 5 frumvörpum, sem lágu fyrir deildinni, saman, og gera úr þeim eitt frumvarp.

Eg sé ekki ástæðu til að tala frekar um þetta, nema því að eins að það mætti andmælum.