13.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 231 í B-deild Alþingistíðinda. (64)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Framsögumaður (Sig. Stefánsson):

Háttv. 5. kgk. þm. sagði, að Rangæingar hefðu boðist til að leggja fé til brúargerðarinnar. Því verð eg að neita. Það hefir engin skýrsla komið fram um það, að sýslan vilji leggja nokkuð fé til. Að vísu hefir komið fram tilboð frá þingmönnum sýslunnar um það, en það er dálítið annað en það hafi komið frá fjárveitingarvaldi hennar; okkur er alveg ókunnugt um, hvort það vill veita nokkuð fé til brúarinnar. Eg vildi að eins leiðrétta þetta atriði í ræðu háttv. þm. Að því er snertir það, að umræður hafi snúist í aðra átt en löglegt er, skal eg að eins svara því, að það er forseti sem sker úr því. Annars á eg enga sök á því; eg svaraði að eins háttv. 4. kgk. þm. nokkrum orðum. Hann á sökina, ef annars er um nokkra sök er að ræða.