04.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

52. mál, bankavaxtabréf Landsbankans

Júlíus Havsteen:

Mér þykir undarlegt, að vilja láta vísa þessu máli til nefndar, þegar mörg önnur mál eru í nefndum, og koma ekki frá þeim. Þegar nefndirnar hafa svo mikið að gjöra að þær geta ekki komið því af sem þeim er ætlað, þá virðist ekki rétt að vera að auka störf þeirra, eða skipa nýjar nefndir. Fyrir því tel eg réttast að mál þetta verði hvorki sett í sérstaka nefnd, né vísað til bankanefndarinnar.