09.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 808 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

53. mál, sóknargjöld

Sigurður Hjörleifsson:

Eg skal ekki vera langorður. Eg vil að eins skjóta því til flutningsmanna frumv., hvort frumv. þetta kemur ekki of fljótt, hvort ekki er ástæða til að geyma það þangað til væntanleg stjórnarskrárbreyting er um garð gengin.

Í 2. gr. frumv. er ákveðið, að til þjóðkirkjunnar skuli teljast allir þeir, sem ekki eru í einhverju kirkjufélagi utan þjóðkirkjunnar o. s. frv. Hér er um þýðingarmikið atriði að ræða, og væri að minni hyggju réttast að beðið væri með málið þangað til séð verður hvaða vernd þjóðkirkjan fær samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá.