18.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (718)

56. mál, byggingarsjóður

Gunnar Ólafsson:

Eg tel það viðsjárvert, að láta þetta frumvarp verða að lögum. Ef lækkað er verð á þeirri lóð, sem flestir vilja, þá hlyti það að hafa þau áhrif, að verð á lóðum annarstaðar í bænum, lækkar að sama skapi. En þar af leiðir það, að lánstraust lóðareigenda minkar.

Eg tel það enga nauðsyn að lækka verðið á þessari lóð fyrst um sinn, heldur nota heimild þá er gefin er í 5. gr. laga um stofnun byggingarsjóðs, til þess að taka lán í viðlagasjóði til þess að borga skuld þá er byggingarsjóður stendur nú í við landsjóð.

Mér er það sama, þótt frumv. sé sett í nefnd, en falla á það hér í deildinni, að því er mér virðist.