24.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (783)

66. mál, Húsavík eða Þorvaldsstaðir

Steingrímur Jónsson:

Eg játa það rétt að vera sem þm. Ak. tók fram að mat liggur að vísu ekki fyrir á jörðinni. En hitt skiftir meira máli, eins og eg hef sagt, að mjög nákvæm lýsing liggur fyrir um kosti jarðarinnar og hvað hún gefi af sér; slíkt áleit eg miklu þýðingarmeira. Og liggja öll þau skjöl fyrir. Eg er þeirrar skoðunar, að mat eigi ekki að fara fram fyr en eftir á, að leyfi fyrir sölu jarðarinnar er fengið. Það sýna og skjöl þau, sem fyrir liggja, að engin ástæða er fyrir landið að hafna sölunni vegna kosta jarðarinnar. — Vona eg að deildarmenn sjái það og greiði atkvæði með sölunni.