19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (804)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Lárus H. Bjarnason:

Ekki get eg sagt að mér sé mál þetta kappsmál. En úr því að meiri hlutinn fór að breyta til, óska eg þess eðlilega, að breytingin komist sem fyrst á. Og það ætti meiri hlutinn líka að gjöra, og enda fremur, því að án breytingar minnar er frumv. óréttlát ómynd. Gangi tillaga mín aftur á móti fram, kemur breytingin jafnt niður á ráðherrana sem hér eftir verða og mundi geta sparað landsjóði fé svo tugum þús. skiftir. Ráðherrann getur orðið að fara frá innan árs, en fær þó 3000 kr. eftirlaun á ári meðan hann lifir. Það gæti orðið dálagleg fúlga.

Það þarf enginn að óttast það, að við verðum ráðherralausir þó að eftirlaunin lækki. Það fá líklega heldur færri en vilja.

Auk þess getur fjárveitingarvaldið hækkað hin lögmæltu eftirlaun ef verðleikamaður ætti í hlut.