23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (815)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Kristinn Daníelsson:

Eg vildi gera litla athugasemd um breytt. á þgskj. 306. Sú breytingartill. er, að mínu áliti, ekki löguð til að vera samþykt, hvað sem um frumvarpið sjálft verður. Mig furðar mjög að háttv. 5. kgk. þm. skuli koma fram með slíka tillögu, því að mér virðist hún koma í bága við þá stefnu, sem hann hefir áður haldið fram hér í deildinni og lagt mikla áherzlu á, að lög megi ekki verka aftur fyrir sig. En hér er einmitt gert ráð fyrir að þessi lög gildi fyrir sig fram, því að lögin eiga að ná til þess ráðherra, er nú verður skipaður, þrátt fyrir það að þau verða ekki að lögum fyr en eftir að hann er orðinn ráðherra. — Eg sé í því ekki betur en að breyt.till. brjóti í bág við þá stefnu, sem háttv. 5. kgk. þm. hefir haldið fast fram hingað til.

Það virðast ætla að verða mjög skiftar skoðanir um þetta frumvarp og því full ástæða að setja það í nefnd. En ef það verður ekki gert, vil eg stinga uppá, að málið verði tekið út af dagskrá svo að háttv. deildarm. fái betri tíma til að átta sig á málinu.