27.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Júlíus Havsteen:

Eg hafði gert mér von um, að þetta mál mundi ekki koma til umræðu aftur í deildinni eftir að það var tekið út af dagskrá fyrir alllöngum tíma, á meðan hæstv. forseti var fjarverandi. Við fyrstu umræðu hafði það eigi verið aðgætt, að frumv. kom í bága við stjórnarskrána. Eg leiddi við 2. umræðu athygli hinnar háttv. deildar að þessu, en úrskurður hins hæstv. millibilsforseta féll á þá leið, að mótmæli mín væru of seint fram komin. Nú á þó að gjöra út um frumvarpið að því leyti er efnið snertir, og þar sem það er svo, sem eg hefi vikið að, er ekki annað fyrir en fella frumvarpið. Slíkt frumvarp sem þetta, má ekki fara frá deildinni.