27.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (829)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Lárus H. Bjarnason:

Eg kann háttv. þm. V.-Ísf. engar þakkir fyrir það, sem hann er að gera mér upp, að eg muni taka breytingartillöguna aftur. Það nær engri átt, að hér sé að ræða um brot á stjórnarskránni, einsog háttv. 1. kgk. þm. heldur fram, enda er fram kominn beinn úrskurður forseta fyrir því, að svo er ekki.