23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

72. mál, sala kirkjujarða

Kristinn Daníelsson:

Háttv. 5. kgk. þm. tók fram, að þetta væru að eins heimildarlög, en eg hygg þó, að svo beri að líta á, sem svo sé til ætlast, að lögunum sé fram fylgt í öllum venjulegum tilfellum; og eg býst við að það verði undir hælinn lagt, hvernig stjórnin lítur á í hverju einstöku tilfelli. En eg hefði búist við að háttv. 5. kgk. þm. hefði að einhverju leyti hrakið mitt mál, en það hefir hann í engu atriði gert; eg segi því enn það sama sem eg sagði aðan, að eftir þessum lögum er hægt að skerða heildarlegar og samfeldar jarðeignir. Eg held því fastlega við það, að bezt sé að samþykkja frumv. ekki.